Náðu í appið
The Roommate

The Roommate (2011)

Herbergisfélaginn

"2,000 colleges. 8 million roommates. Which one will you get?"

1 klst 31 mín2011

Sara er ung og á framtíðina fyrir sér.

Rotten Tomatoes3%
Metacritic23
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Sara er ung og á framtíðina fyrir sér. Hún hefur brennandi áhuga á tísku og flyst til Los Angeles frá smábæ, til að leggja stund á hönnunarnám og ætlar sér að kynnast stórborginni. Hún er falleg, fjörleg og áhugasöm og á í engum vandræðum með að vinkast við skólafélaga sína, ekki síst nýja herbergisfélagann, Rebeccu. Rebecca kemur af efnuðu fóki og þekkir borgina vel; hún tekur það því að sér að leiða Söru um ævintýraheima Los Angeles og er meira en til í að deila með henni fataskáp sem er yfirfullur af nýjustu merkjavörunum. En þegar Sara eignast fleiri vini á háskólavistinni, einangrar Rebecca sig og verður undarlega sár yfir félagslífi herbergisfélaga síns. Sara hefur ástarsamband með nýjum kærasta og gömul vinkona kemur í bæinn, sem þýðir að hún hefur minni og minni tíma fyrir Rebeccu, sem verður enn ákveðnari í að deila Söru ekki með öðrum. Hegðun Rebeccu verður sífellt furðulegri og Söru fer að gruna að hún reyni að skemma fyrir samböndum sínum við aðra. Fljótlega kemst hún að leyndarmáli um Rebeccu sem veldur því að hún ákveður að flytjast út af skólalóðinni frá Rebeccu og inn til kærastans. Rebecca missir alla stjórn og lokauppgjör á milli stúlknanna tveggja er óumflýjanlegt.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Sonny Mallhi
Sonny MallhiHandritshöfundurf. 1972

Framleiðendur

Screen GemsUS
Vertigo EntertainmentUS