Stutt umfjöllun
Fín og hröð saga. Fínn leikur. Líður svolítið fyrir leikstjórnina. 6 af 10
"May the Best Man Live"
Í Killer Elite, sem byggð er á sannri sögu, fer Jason Statham með hlutverk sérsveitarmannsins Danny Bryce sem hefur sest að í Ástralíu ásamt unnustu...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiÍ Killer Elite, sem byggð er á sannri sögu, fer Jason Statham með hlutverk sérsveitarmannsins Danny Bryce sem hefur sest að í Ástralíu ásamt unnustu sinni Anne og sagt skilið við hætturnar og ofbeldið sem fylgdi starfinu í sérsveitinni. En ef hann hélt að draugar fortíðarinnar myndu aldrei skjóta upp kollinum hafði hann svo sannarlega rangt fyrir sér. Danny uppgötvar að Hunter, fyrrverandi samstarfsmanni sínum, hefur verið rænt af hópi manna sem virðast vita meira en gengur og gerist um fortíð þeirra beggja. Upphefst nú æsispennandi eltingaleikur þar sem Danny þarf að beita öllu því sem hann kann til að komast af. Að lokum verður ljóst að eina leiðin til að ljúka málinu er að fram fari endanlegt uppgjör á milli Dannys og hins stórhættulega og dularfulla Spikes, sem hefur sínar eigin ástæður til að vilja koma honum fyrir kattarnef ...


Fín og hröð saga. Fínn leikur. Líður svolítið fyrir leikstjórnina. 6 af 10