Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Little Voice 1998

(Taktu lagið lóa)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. maí 1999

Finding your own voice can be magic.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Hin feimna LV lifir einangruðu lífi og hlustar á gömlu plöturnar hans pabba síns í herbergi sínu, sem pirrar hina kjaftforu og hranalegu móður hennar, Mari Hoff, óendanlega mikið. Á kvöldin, hinsvegar, þegar draugur föður hennar kemur í heimsókn, þá syngur LV lög helstu söngstjarnanna, eins og Judy Garland, Marilyn Monroe og Shirley Bassett. Eitt kvöldið... Lesa meira

Hin feimna LV lifir einangruðu lífi og hlustar á gömlu plöturnar hans pabba síns í herbergi sínu, sem pirrar hina kjaftforu og hranalegu móður hennar, Mari Hoff, óendanlega mikið. Á kvöldin, hinsvegar, þegar draugur föður hennar kemur í heimsókn, þá syngur LV lög helstu söngstjarnanna, eins og Judy Garland, Marilyn Monroe og Shirley Bassett. Eitt kvöldið heyrir einn af fremur viðurstyggilegum kærustum móður hennar í henni syngja, hinn fremur mislukkaði útsendari Ray Say, sem sér samstundis að það er mikið varið í LV og áttar sig á að þetta gæti verið síðasta tækifæri hans til að vinna verðlaun. Ray Say leggur nú allt undir og neyðir LV til að taka þátt í söngkeppni í bænum sem Mr. Boo heldur á bar sínum. Á meðan á undirbúningi stendur þá hittir LV Billy, sem er álíka feiminn og óframfærinn og hún er, en hann ræktar dúfur og gerir við síma, og þau verða vinir. Loksins er svo komið að stóru stundinni og allt er klárt, meira að segja er mættur stór útsendari frá London, en hvað með LV? ... minna

Aðalleikarar


Mjög góð mynd, mjög mannleg og falleg. Allir leikarar standa sig sérstaklega vel, og tónlistin er frábær. Fyrsta flokks mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vönduð og vel leikin bresk úrvalsmynd frá leikstjóranum Mark Herman sem hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og margvíslegar viðurkenningar hinna ýmsu kvikmyndasamtaka. Hún hlaut t.a.m. tilnefningar til 5 BAFTA-verðlauna auk heiðursverðlauna sem besta breska mynd ársins og var Brenda Blethyn þar fyrir utan tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki 1998. Með önnur helstu hlutverk myndarinnar fer síðan hópur frábærra leikara með óskarsverðlaunaleikarann Michael Caine í fararbroddi. Meðal annarra leikara myndarinnar eru þau Jim Broadbent, Ewan McGregor og Jane Horrocks, en hún er í titilhlutverkinu. Hún leikur hér hina afar feimnu ungu konu Lauru "Little Voice" Hoff, sem getur vart tjáð sig nema með þeirri aðferð að syngja eins og ýmsar þekktar söngkonur eins og Judy Garland, Marilyn Monroe og fleiri. Hún býr með móður sinni (Blethyn) sem hefur algjört vald yfir henni vegna þess hversu óframfærin og feimin hún er. Þegar móðirin kemur með enn einn kærastann (Caine) inn á heimilið taka hlutirnir heldur betur að gerast. Þegar kærastinn, smeðjulegur, peningagráðugur umboðsmaður á síðasta séns að nafni Ray Say, heyrir rödd Lauru finnur hann þegar lyktina af frægð og peningum. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir að svona söngkona með svona hæfileika er ekki á hverju strái og hann tekur þegar til við að undirbúa komu hennar inn á svið heimsins þar sem hún á að verða stjarna! Little Voice er ein af þessum góðu myndum sem allir unnendur vandaðra og vel leikinna mynda verða að sjá og ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu. Ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn