Operation: Endgame (2010)
Rogues Gallery
"Two rival teams of assassins. One killer day at the office."
Myndin segir frá tveimur leigumorðingjateymum á vegum ríkisstjórnarinnar, og eru bækistöðvar þeirra sameiginlegar, niðurgrafnar á háleynilegum stað í Bandaríkjunum.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Myndin segir frá tveimur leigumorðingjateymum á vegum ríkisstjórnarinnar, og eru bækistöðvar þeirra sameiginlegar, niðurgrafnar á háleynilegum stað í Bandaríkjunum. Meðlimirnir nota að sjálfsögðu ekki raunveruleg nöfn sín, heldur eru allir með dulnefni fengin úr Tarot-spilastokkum. Þegar nýliðinn Fíflið (Anderson) mætir til vinnu í fyrsta sinn fær hann ekki mikinn tíma til að koma sér inn í starfið, því hann kemst að því að yfirmaður hans hefur verið myrtur á mjög skuggalegan og dularfullan hátt. Hann þekkir engan í hópunum tveimur og hinir leigumorðingjarnir treysta að sjálfsögðu engum, þannig að fljótlega tekur við kapphlaup við tímann að finna morðingjann áður en leigumorðingjarnir verða allir búnir að stúta hver öðrum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Aðrar myndir

Myndir
Plaköt
Framleiðendur











