Náðu í appið
Tucker and Dale vs Evil

Tucker and Dale vs Evil (2010)

"This Year Spring Break is Cut Short!"

1 klst 29 mín2010

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem lifa rólegu lífi á uppeldisslóðum sínum.

Rotten Tomatoes86%
Metacritic65
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Tucker (Alan Tudyk) og Dale (Tyler Labine) eru tveir meinlausir sveitalúðar sem lifa rólegu lífi á uppeldisslóðum sínum. Þeir eru ekki beint færir í mannlegum samskiptum, hvað þá ef þau samskipti innihalda svala borgarbúa. Þeir ákveða að fara inn í skóginn og gera upp kofa nokkurn sem þeir eru nýbúnir að kaupa. Friðurinn er þó fljótlega úti þegar hópur hávaðasamra og glaðgjarnra ungmenna ákveður að fara í útilegu í nágrenninu. Þegar ein stúlkan fellur í stöðuvatnið við kofann eftir að Tucker og Dale bregða henni óvart fiska þeir hana upp úr og fara með hana í kofann til að hlúa að henni. Skilaboð þeirra til hinna unglinganna misskiljast á þann hátt að félagar stúlkunnar halda að Tucker og Dale hafi rænt henni, og í framhaldinu hefjast hefndaraðgerðir ungmennanna til að endurheimta hana úr „klóm“ Tuckers og Dale. Útkoman úr því verður alveg óvart mjög blóðug og mannskæð...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Eli Craig
Eli CraigLeikstjórif. 1972
Morgan Jurgenson
Morgan JurgensonHandritshöfundur

Framleiðendur

Eden Rock MediaUS
Gynormous PicturesCA
Voltage PicturesUS

Gagnrýni notenda (1)

Snilldar hugmyndaflug

★★★★☆

Tucker & Dale vs Evil er ein stór steypa með svakalegum góðum húmor. Þegar ég sá Tucker & Dale vs Evil fyrst þá "féll" ég strax fyrir henni og hún gengur svo vel allan tímann þegar hún...