Háseta vantar á bát 2006
(Shanghaiing days)
Þessi saga er sönn sjóferðabók nokkurra íslenskra togaramanna á tímabilinu 1947-1970. Hún sýnir að þrálátur orðrómur um ástandið á togaraflotanum hafi síst verið orðum aukinn. Um tíma var það svo að menn sem gerðu sér glaðan dag á götum borgarinnar gátu átt það á hættu að vakna upp um borð í togara á leið í þriggja mánaða túr á Grænlandsmið.... Lesa meira
Þessi saga er sönn sjóferðabók nokkurra íslenskra togaramanna á tímabilinu 1947-1970. Hún sýnir að þrálátur orðrómur um ástandið á togaraflotanum hafi síst verið orðum aukinn. Um tíma var það svo að menn sem gerðu sér glaðan dag á götum borgarinnar gátu átt það á hættu að vakna upp um borð í togara á leið í þriggja mánaða túr á Grænlandsmið. Myndin segir sögu þeirra manna, sem vöknuðu við illan draum, timbraðir um borð á miðju ballarhafi, langt frá heimahögum. Margir þessara manna höfðu skrifað undir lífstíðardóm að launum fyrir einn drykk enn. Orðið sjanghajaður átti við þegar maðurinn vaknar í jakkafötum um borð í fiskibát, höfuðið að klofna og heimaströndin að hverfa sjónum. Hann reynir að raða brotunum saman, kvöldið og nóttin eru í algerri móðu, en hann rámar þó í að hafa párað nafnið sitt á blaðsnepil og hlotið einn umgang enn að launum. Lífstíðardómurinn var undirritaður í vímunni og ekki var aftur snúið. Mannsrán og þrælahald undir slíkum formerkjum var bannað með lögum í hinum siðmenntaða heimi í byrjun 20. aldar. En við Íslandsstrendur viðgekkst að næla sér í háseta á bát með slíkum brögðum allt fram yfir 1970. Útgerðarmennirnir og skipstjórarnir blésu á hugsanlega refsingu og ekki að ósekju, því oft á tíðum voru laganna verðir vitorðsmenn í athæfinu. Í myndinn kynnumst við í fyrsta sinn sögu þeirra sem vöknuðu við ömurlegar aðstæður. Aðstæður sem oftar en ekki settu endapunktin við framtíðardrauma og fyrirhugað lífshlaup. Mennirnir sem sviku þá og laganna verðir sem mötuðu krókinn fá einnig sína umfjöllun í myndinni.... minna