Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Africa United 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi
88 MÍNEnska

Africa United segir frá þremur krökkum frá Rwanda sumarið 2010, sem allir eru miklir fótboltaaðdáendur. Það styttist í heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku og vinirnir þrá ekkert heitar en að komast á mótið. Vandamálið er hins vegar að það eru mörg þúsund kílómetrar þangað frá Rwanda og fjölskyldur þeirra hafa engan veginn efni á að... Lesa meira

Africa United segir frá þremur krökkum frá Rwanda sumarið 2010, sem allir eru miklir fótboltaaðdáendur. Það styttist í heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku og vinirnir þrá ekkert heitar en að komast á mótið. Vandamálið er hins vegar að það eru mörg þúsund kílómetrar þangað frá Rwanda og fjölskyldur þeirra hafa engan veginn efni á að fara. Því ákveða krakkarnir upp á sitt einsdæmi að leggja sjálfir af stað – fótgangandi. Á leiðinni bætast nokkrir í viðbót í hópinn, en ferðin reynist löng og ströng, þar sem frumskógar, eyðimerkur og skrautlegar og stundum hættulegar aðstæður tefja för þeirra á hverjum degi. Þegar þau lögðu af stað höfðu þau fátt annað en vonina um að komast alla leið í farteskinu, en eftir því sem leiðin verður erfiðari gæti reynst erfitt að halda í hana.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn