Africa United (2010)
Africa United segir frá þremur krökkum frá Rwanda sumarið 2010, sem allir eru miklir fótboltaaðdáendur.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Africa United segir frá þremur krökkum frá Rwanda sumarið 2010, sem allir eru miklir fótboltaaðdáendur. Það styttist í heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku og vinirnir þrá ekkert heitar en að komast á mótið. Vandamálið er hins vegar að það eru mörg þúsund kílómetrar þangað frá Rwanda og fjölskyldur þeirra hafa engan veginn efni á að fara. Því ákveða krakkarnir upp á sitt einsdæmi að leggja sjálfir af stað – fótgangandi. Á leiðinni bætast nokkrir í viðbót í hópinn, en ferðin reynist löng og ströng, þar sem frumskógar, eyðimerkur og skrautlegar og stundum hættulegar aðstæður tefja för þeirra á hverjum degi. Þegar þau lögðu af stað höfðu þau fátt annað en vonina um að komast alla leið í farteskinu, en eftir því sem leiðin verður erfiðari gæti reynst erfitt að halda í hana.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Plaköt
Framleiðendur










