Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Animal Farm 1954

Fannst ekki á veitum á Íslandi

All animals are equal, but some animals are more equal than others.

72 MÍNEnska

Söguþráðurinn flokkast undir allegóríu, þar sem svínin leika hlutverk uppreisnarsinnaðra Bolsévika og steypa mannverunum á bænum af stóli og setja upp samfélag þar sem öll dýrin eru jöfn, allavega í fyrstu. Major, gamli gölturinn á búgarðinum Miklabæ kallar hin dýrin á bænum á sinn fund, þar sem hann líkir mannverunum við sníkjudýr, og tekur svo... Lesa meira

Söguþráðurinn flokkast undir allegóríu, þar sem svínin leika hlutverk uppreisnarsinnaðra Bolsévika og steypa mannverunum á bænum af stóli og setja upp samfélag þar sem öll dýrin eru jöfn, allavega í fyrstu. Major, gamli gölturinn á búgarðinum Miklabæ kallar hin dýrin á bænum á sinn fund, þar sem hann líkir mannverunum við sníkjudýr, og tekur svo upp á því að kenna dýrunum uppreisnarsönginn "Skepnur Englands." Þegar Major deyr svo þrem dögum seinna taka tveir ungir geltir - Snækollur og Napóleon - völdin og breyta draumi hans í veruleika. Dýrin á bænum gera uppreisn og reka hjónin sem eiga bæinn á brott og skýra hann Dýrabæ. Sjö boðorð dýrahyggjunar eru svo rituð á hlöðuvegginn þar sem allir geta lesið þau. Mikilvægasta boðorðið er "öll dýr eru jöfn." Þessi pólitíska dæmisaga verður ekki einungis að ævintýri í höndum Orwells, heldur á endanum að harmleik um draum og veruleika.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn