Náðu í appið
A Good Old Fashioned Orgy

A Good Old Fashioned Orgy (2011)

"A Comedy about Old Friends in New Positions"

1 klst 35 mín2011

Við kynnumst hér partíljóninu Eric sem um árabil hefur haldið útflippuð partí í húsi föður síns í Hampton.

Rotten Tomatoes37%
Metacritic44
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Við kynnumst hér partíljóninu Eric sem um árabil hefur haldið útflippuð partí í húsi föður síns í Hampton. Þangað hefur hann boðið öllum sínum vinum af báðum kynjum, en margir þeirra eru engir eftirbátar hans sjálfs þegar kemur að því að sletta úr klaufunum. En nú eru blikur á lofti. Faðir Erics hefur nefnilega ákveðið að selja húsið í Hampton og kippa þar með grundvellinum undan partílífi Erics og vina hans. Og það þýðir ekkert fyrir Eric að reyna að fá pabba til að skipta um skoðun. Góðu fréttirnar eru þær að það er enn nægur tími til að halda eitt partí í viðbót og um leið að toppa öll önnur samkvæmi sem Eric hefur haldið. Og til að fara örugglega fram úr sjálfum sér ákveður Eric að þemað í þessu síðasta partíi verði orgía ... kynsvall. Í fyrstu tekur vinahópurinn frekar fálega í hugmyndina en Eric er snjall að afla henni fylgis og áður en varir stefnir allt í eitt mesta og fjörugasta kynsvall allra tíma ... þ.e. ef Eric tekst að koma í veg fyrir að fallega fasteignasölukonan geri alvöru úr hótun sinni að selja húsið fyrst.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Alex Gregory
Alex GregoryLeikstjóri
Peter Huyck
Peter HuyckLeikstjóri

Framleiðendur

Fierce Entertainment
Endgame EntertainmentUS
Aura Film Partnership