Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Headhunters 2011

(Hodejegerne)

Frumsýnd: 21. október 2011

The hunt is on.

98 MÍNNorska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Roger Brown virðist lifa fullkomnu lífi. Honum gengur vel í starfi sínu sem fremsti mannaveiðari Noregs, er giftur hinni gullfallegu Díönu, sem rekur listasafn, og saman búa þau í stórglæsilegu húsi. En Roger er ekki allur þar sem hann er séður.Roger er nefnilega líka þjófur. Í gegnum listasafn eiginkonu sinnar aflar hann sér upplýsinga um fórnarlömb sín... Lesa meira

Roger Brown virðist lifa fullkomnu lífi. Honum gengur vel í starfi sínu sem fremsti mannaveiðari Noregs, er giftur hinni gullfallegu Díönu, sem rekur listasafn, og saman búa þau í stórglæsilegu húsi. En Roger er ekki allur þar sem hann er séður.Roger er nefnilega líka þjófur. Í gegnum listasafn eiginkonu sinnar aflar hann sér upplýsinga um fórnarlömb sín og þegar tekur að myrkva lætur hann til skarar skríða. Með þessum hætti tekst honum að fjármagna þann dýra lífstíl sem hann og eiginkona hans eru föst í. En hvert rán er aðeins tímabundin lausn. Dag einn kynnir Díana Roger fyrir hinum dularfulla Clas sem er eigandi gríðarlega verðmæts málverks. Roger bíður ekki boðanna og hefur að skipuleggja síðasta, og sömuleiðis allra stærsta rán ferils síns, þ.e. innbrot í vistaverur Clas. En málið er ekki eins einfalt og sýnist og áður en hann veit af er Roger búinn að koma sjálfum sér í stórhættu og þarf hann að taka á öllu sem hann á til að sleppa lifandi úr heimi þar sem blekking er aðalvopnið.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn