Náðu í appið
The Inbetweeners Movie

The Inbetweeners Movie (2011)

1 klst 37 mín2011

Það verður seint sagt um þá Jay, Simon, Neil og Will að þeir séu vinsælir.

Rotten Tomatoes53%
Metacritic44
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Það verður seint sagt um þá Jay, Simon, Neil og Will að þeir séu vinsælir. Þeir eru klunnalegir, vandræðalegir í samskiptum við aðra og í raun aðeins nokkrum þrepum frá því að vera félagsleg viðrini. Þegar ævintýralegri skólagöngu þeirra lýkur búast félagarnir við því að lífið muni brosa við þeim enda loksins frjálsir undan námspressunni og hrekkjusvínunum sem gerðu þeim lífið leitt alla daga. Síðasta vikan þeirra í skólanum endar þó á því að kærasta Simons lætur hann flakka, afi Jays lætur lífið og faðir Wills lýsir því yfir að hann ætli að giftast á ný. Strákarnir, sem hafa fengið upp í kok af lífinu heima, ákveða að fara í frí á sólarströnd í Grikklandi þar sem þeir ætla að njóta lífsins og upplifa loksins hvernig það er að vera orðnir fulltíða menn. Það líður þó ekki á löngu uns þeir eru búnir að koma sér í meiri vandræði á sólarströndinni en nokkur leið er út úr ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ben Palmer
Ben PalmerLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Film4 ProductionsGB
IM GlobalUS
Bwark ProductionsGB
Young FilmsGB
Palma PicturesES

Verðlaun

🏆

The Inbetweeners er byggð á margverðlaunuðum breskum sjónvarpsþáttum.