Man on a Ledge (2012)
"You Can only push an Innocent Man so Far"
Nick Cassidy er fyrrverandi lögreglumaður sem nú er sjálfur á flótta undan armi laganna.
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Nick Cassidy er fyrrverandi lögreglumaður sem nú er sjálfur á flótta undan armi laganna. Hann leigir sér hótelherbergi í einu af háhýsum Manhattan þar sem hann klifrar út um gluggann, kemur sér fyrir á syllunni fyrir utan og býr sig undir að taka stökkið. Það verður uppi fótur og fit á jörðu niðri þegar fólk sér hvað er að gerast og áður en varir er lögreglan og sérsveit hennar mætt á svæðið auk þess sem lögreglusálfræðingurinn Lydia Anderson er send upp í herbergið til að freista þess að tala um fyrir Nick og fá hann til að hætta við stökkið. Í ljós kemur að Nick telur sig hafa verið svikinn af aðilum innan stjórnkerfisins og að hann hafi verið dæmdur saklaus í fangelsi. Hann krefst réttlætis því annars hafi hann ekki um neitt annað að velja en að stökkva. Hann vill frekar deyja en fara í fangelsi. En hér er svo sannarlega ekki allt sem sýnist og framundan er æsispennandi atburðarás sem kemur á óvart ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

























