Náðu í appið
Catch .44

Catch .44 (2011)

"Ekkert er eins og það sýnist"

1 klst 34 mín2011

Þrjár konu eru staddar á veitingahúsi þegar þær draga skyndilega upp skotvopn og láta alla vita að þetta sé rán.

Deila:
Catch .44 - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Þrjár konu eru staddar á veitingahúsi þegar þær draga skyndilega upp skotvopn og láta alla vita að þetta sé rán. En þetta er ekkert venjulegt rán. Í fyrstu er ekki ljóst hvað þeim gengur til með ráninu en eftir því sem sögunni vindur fram komumst við að því að hér er ekki allt sem sýnist. Þær stöllur höfðu komist í samband við eiturlyfjabarón einn að nafni Mel sem sagði þeim frá „auðveldri“ leið til að ná sér í mikinn pening á skömmum tíma. Hann lumaði nefnilega á upplýsingum um að brátt myndi afhending stórrar eiturlyfjasendingar fara fram á veitingastaðnum og það eina sem þær þyrftu að gera væri að mæta og draga upp hólkana á réttum tíma. Tes sannfærðist um að verkið yrði auðvelt og tókst að fá vinkonur sínar í lið með sér. Brátt tók þær samt að gruna að hér væru ef til vill einhver brögð í tafli, ekki síst eftir að dularfullur lögreglumaður blandaðist inn í málin, og þar höfðu þær svo sannarlega rétt fyrir sér ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Aaron Harvey
Aaron HarveyLeikstjóri

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Sakonnet Capital Partners
Benaroya PicturesUS
Waterfall MediaUS
Emmett/Furla FilmsUS
Annapurna PicturesUS