Faces in the Crowd
2011
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
She saw the killer's face, but it keeps changing...
103 MÍNEnska
34% Audience Anna Marchant er kennari í grunnskóla. Hún
býr með unnusta sínum, Bryce, og hittir
kunningja sína reglulega yfir mat og drykk.
Kvöld eitt þegar hún er á leiðinni heim
verður hún vitni að því hvar alræmdur
fjöldamorðingi lætur til skarar skríða gegn
enn einu fórnarlambinu. Anna flýr af
vettvangi með morðingjann á hælunum en
sleppur þegar hún fellur... Lesa meira
Anna Marchant er kennari í grunnskóla. Hún
býr með unnusta sínum, Bryce, og hittir
kunningja sína reglulega yfir mat og drykk.
Kvöld eitt þegar hún er á leiðinni heim
verður hún vitni að því hvar alræmdur
fjöldamorðingi lætur til skarar skríða gegn
enn einu fórnarlambinu. Anna flýr af
vettvangi með morðingjann á hælunum en
sleppur þegar hún fellur fram af brú. Fallið
tekur samt sinn toll þegar hún skellur niður
og missir meðvitund.
Eftir þriggja vikna dá vaknar Anna aftur til
lífsins og virðist ætla að ná sér.
Höfuðhöggið hefur samt skaðað heila
hennar að því leyti að þótt hún muni flest
þá getur hún alls ekki lengur komið fyrir sig
andlitum, ekki einu sinni unnustans eða
nánustu vina sinna.
Á sama tíma og lögreglan og læknar reyna
hvað þeir geta til að fá Önnu til að rifja upp
útlit morðingjans, færist hann nær, staðráðinn
í að losa sig við vitnið ...... minna