Náðu í appið
Latibær - Hreyfing 2

Latibær - Hreyfing 2 (2000)

"Á þessum DVD-diski er að finna fimm skemmtilega þætti."

2000

Frábærir fimleikar: Þessi þáttur er fullur af frábærum fimleikaæfingum.

IMDb5.7
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Frábærir fimleikar: Þessi þáttur er fullur af frábærum fimleikaæfingum. Siggi sæti segir okkur frá alls kyns æfingum á meðan krakkarnir sýna okkur hvernig við eigum að framkvæma þær. Fjör á ísnum: Hver er galdurinn við að halda jafnvægi á skautum? Kíkjum á hvað Siggi sæti hefur að segja um það og sjáum nokkra klára krakka renna sér á skautum. Stökkvum: Siggi sæti og vinir ætla að sýna okkur ýmis stökk eins og hástökk, langstökk og líka stangarstökk. Hversu langt eða hátt getur þú stokkið? Mark: Í þessum þætti segir Siggi sæti okkur frá vinsælustu íþrótt í heimi sem er fótbolti! Hann sýnir okkur svo hvernig við getum skorað flottustu mörkin. Listastund: Það er listastund og Siggi sæti og krakkarnir ætla að mála myndir. Siggi málar svo mynd af uppáhaldshlutnum sínum. Getið þið ímyndað ykkur hvað það er?

Aðalleikarar