Náðu í appið
The Awakening

The Awakening (2011)

1921 - Il mistero di Rookford

1 klst 47 mín2011

Myndin gerist í Englandi á öðrum áratug síðustu aldar þegar margt fólk trúði því að draugar væru til í raun.

Rotten Tomatoes64%
Metacritic53
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin gerist í Englandi á öðrum áratug síðustu aldar þegar margt fólk trúði því að draugar væru til í raun. Vísindakonan Florence Cathcart er hins vegar ein þeirra sem blása á slíkar sögur og hefur lagt sig fram um að afsanna tilvist drauga með því að finna vísindalegar skýringar á atburðum sem aðrir telja yfirnáttúrulegar. Dag einn kemur til hennar maður einn sem segir henni að eitthvað skrítið sé á sveimi í drengjaskóla einum og vill að hún komi og rannsaki málið. Florence lætur til leiðast og grunar strax að einhver óprúttinn sé að leika sér að því að setja á svið draugagang í skólanum. Hún hefur því rannsókn á málinu og telur sig heldur betur vera komna á sporið þegar dálítið óvænt gerist ...

Aðalleikarar

Framleiðendur

BBC FilmGB
Lipsync ProductionsGB
Creative ScotlandGB
Origin PicturesGB
StudioCanalFR

Verðlaun

🏆

Rebecca Hall var tilnefnd sem besta leikkonan á British Independent Film Awards nýlega og Nick Murphy var tilnefndur sem besti byrjandinn á kvikmynda-hátíðinni í London í nóvember s.l., en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd.