Amma Lo-Fi 2012
Frumsýnd: 30. mars 2012
The Basement Tapes of Sigríður Níelsdóttir
Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Á 7 árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, hver og ein þeirra barmafull af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmis konar leikföng, eldhússlagverk og... Lesa meira
Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Á 7 árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, hver og ein þeirra barmafull af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmis konar leikföng, eldhússlagverk og casio hljómborð. Þessi einstaka tónlistar- og myndlistarkona er nú dáð költ fígúra meðal íslenskra tónlistarmanna, en nokkrir þeirra votta henni og ómótstæðilegum lagstúfum hennar virðingu sína í myndinni með stuttum performönsum. Fulltrúar aðdáenda Sigríðar í myndinni eru: Hildur Guðnadóttir, Mugison, múm, Sin Fang, Mr Silla og Kría Brekkan. Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasviðinu. Myndin var að mestu skotin á Super-8 og 16 mm filmu á um 7 árum og fangar kreatívasta tímabilið í lífi Sigríðar Níelsdóttur sem á margan hátt minnir á teiknimyndafígúru. Ljóðræn uppátæki á borð við það að fóstra vængbrotnar dúfur sem syngja fyrir hana í staðinn eða það að breyta rjómaþeytara í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem brúa óljóst bilið á milli einstaks ímyndunarafls Sigríðar og ljómandi óvenjulegri hversdags tilveru hennar.... minna
Um myndina
Leikstjórn
Kira Kira, Orri Jónsson, Ingibjörg Birgisdóttir
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
30. mars 2012