Náðu í appið
Chernobyl Diaries

Chernobyl Diaries (2012)

"Experiance the Fallout"

1 klst 30 mín2012

Myndin fjallar um sex unga ferðalanga sem fá þá hugmynd að gera eitthvað alveg nýtt í stað þess að feta troðnar slóðir annarra ferðamanna.

Rotten Tomatoes18%
Metacritic32
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Myndin fjallar um sex unga ferðalanga sem fá þá hugmynd að gera eitthvað alveg nýtt í stað þess að feta troðnar slóðir annarra ferðamanna. Svo fer að þau ráða sér úkraínskan leiðsögumann sem fer með þau til hinnar yfirgefnu borgar Pripyat í Úkraínu en fólkið sem bjó þar þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi árið 1986 þegar einn af kjarnaofnum Tsjernobyl-kjarnorkuversins sprakk með þeim afleiðingum að banvæn geislun lagðist yfir borgina og risastórt landsvæði í kringum hana. Enginn hefur búið þarna síðan, a.m.k. ekki svo vitað sé. Eftir að hafa skoðað sig um í borginni, m.a. hvelfinguna þar sem kjarnaofninn sem sprakk hafði verið, og tími er til kominn að drífa sig aftur til baka, kemur í ljós að ungmennin og leiðsögumaðurinn komast hvorki lönd né strönd því bíll þeirra fer ekki í gang. Fljótlega er myrkur skollið á og ljóst að ferðalangarnir munu neyðast til að eyða nótt á þessum afvikna og drungalega stað. En þau eru ekki ein ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Bradley Parker
Bradley ParkerLeikstjóri

Framleiðendur

Oren Peli / Brian Witten PicturesUS
Alcon EntertainmentUS
FilmNation EntertainmentUS
Warner Bros. PicturesUS