Náðu í appið
Öllum leyfð

The Price of Sex 2011

(I timi tou sex )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. maí 2012

72 MÍNEnska

Heimildamyndin The Price of Sex fjallar um mansal og vændi í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum. Myndin var um sjö ár í vinnslu en leikstjóri hennar Mimi Chakarova tók viðtöl við fórnarlömb mansals sem flestar koma frá löndum Austur-Evrópu. Myndin varpar skýru ljósi á þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem teygir anga sína um allan heim. Konurnar sem koma fram... Lesa meira

Heimildamyndin The Price of Sex fjallar um mansal og vændi í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum. Myndin var um sjö ár í vinnslu en leikstjóri hennar Mimi Chakarova tók viðtöl við fórnarlömb mansals sem flestar koma frá löndum Austur-Evrópu. Myndin varpar skýru ljósi á þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem teygir anga sína um allan heim. Konurnar sem koma fram í myndinni koma margar hverjar frá fátækum bæjum í Austur-Evrópu þar sem tækifæri eru af skornum skammti og atvinnuleysi er mikið. Charkarova lagði mikla vinnu í gerð myndarinnar og notaðist m.a. við faldar myndavélar inn á stöðum þar sem vændissala fór fram. Einnig tók hún viðtöl við kaupendur vændis og karla sem gera út konur í vændi til að varpa enn frekar ljósi á þetta málefni. Afterglow í leikstjórn Ali Silverstein fjallar um samband hennar og kærastans Cole. Þegar Cole deyr í bílslysi breytist líf Ali og hún þarf að takast á við missinn og sorgina. Hún ákveður að fara í ferðalag með ösku Cole og heimsækja staði sem voru honum kærir. Á ferðalagi sínu kemur hún m.a. til Íslands en þau höfðu heimsótt Ísland saman. Afterglow er einstök og persónuleg saga sem fjallar fyrst og fremst um ástina og að vinna úr sorginni. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna og kvenna eiga lög í myndinni s.s Ólöf Arnalds, Elín Ey, Of Monsters and Men, LayLow, Amiina, Mugison, Pétur Ben og fleiri.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn