Katy Perry: Part of Me (2012)
"Trúðu á sjálfa þig"
Frábær mynd fyrir alla aðdáendur Katy Perry og þá sem vilja kynna sér hvernig það er að vera hún! Tónlistarkonan Katy Perry opnar veröld sína...
Söguþráður
Frábær mynd fyrir alla aðdáendur Katy Perry og þá sem vilja kynna sér hvernig það er að vera hún! Tónlistarkonan Katy Perry opnar veröld sína upp á gátt í þessari heimildarmynd þeirra Dans Cutforth og Jane Lipsitz sem fylgdu henni eftir á árslangri tónleikaför um heiminn 2011, The California Dreams World Tour. Sýnt er frá undirbúningi tónleikanna og umstanginu í kringum þá, mörgum lögum frá tónleikunum sjálfum og auk þess eru skemmtileg viðtöl við Katy sjálfa þar sem hún segir meðal annars frá uppvexti sínum og hvernig henni tókst að láta framadrauma sína rætast, auk frásagnar hennar af skilnaðinum við Russel Brand. Það halda sjálfsagt margir að Katy hafi orðið fræg á einni nóttu en það er langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt. Hún náði á þann stall sem hún er á núna með einbeittum vilja, þolinmæði, útsjónarsemi og gríðarlegri vinnu og álagi sem fæstir gætu staðið undir. Að auki er hér að finna viðtöl við vini söngkonunnar, fjölskyldu, aðdáendur og vinnufélaga og er óhætt að lofa að í þeim kemur margt fram sem gaman er að fræðast um.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur















