The Orheim Company (2012)
Kompani Orheim
Kompani Orheim er bæði fjölskyldusaga og uppvaxtarsaga um sekt, friðþægingu og kostnað sjálfstæðis.
Öllum leyfðSöguþráður
Kompani Orheim er bæði fjölskyldusaga og uppvaxtarsaga um sekt, friðþægingu og kostnað sjálfstæðis. Myndin sem gerist á miðjum níunda áratug síðustu aldar fjallar um Jarle Klepp (15) og foreldra hans sem reyna að búa undir sama þaki í Stavangri í Noregi. Allir í fjölskyldunni eiga sér drauma og vonir en þeim reynist erfitt að takast á við daglegt líf, sérstaklega föðurnum sem er alkóhólisti. Ungi drengurinn finnur útleið í gegnum tónlist, stjórnmálastarf og með því að eltast við stelpur. En honum reynist erfitt að standa á eigin fótum heima fyrir og mörgum árum seinna verður Jarle að takast á við drauga fortíðarinnar og íhuga hvað æska hans snérist um.
Aðalleikarar
Framleiðendur

Verðlaun
Tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.





