Chasing Ice
2012
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 29. mars 2013
76 MÍNEnska
96% Critics 75
/100 Vorið 2005 hélt James Balog, ljósmyndari National Geographic, á Norðurheimskautið. Verkefni hans var síður en svo auðvelt; að festa á filmu ímyndir af loftlagsbreytinum jarðarinnar. Þrátt fyrir vísindalegt uppeldi hafði Balog ávallt haft efasemdir um gildi rannsókna um hlýnun jarðar. En þessi fyrsta ferð hans norður opnaði augu hans fyrir stærstu vá mannskynssögunnar... Lesa meira
Vorið 2005 hélt James Balog, ljósmyndari National Geographic, á Norðurheimskautið. Verkefni hans var síður en svo auðvelt; að festa á filmu ímyndir af loftlagsbreytinum jarðarinnar. Þrátt fyrir vísindalegt uppeldi hafði Balog ávallt haft efasemdir um gildi rannsókna um hlýnun jarðar. En þessi fyrsta ferð hans norður opnaði augu hans fyrir stærstu vá mannskynssögunnar og kveikti innra með honum neista sem átti eftir að ógna bæði starfsframa hans og eigin velferð. Chasing Ice er saga af tilraun eins manns til að safna nægilega miklum óumdeilanlegum sönnunum, til að snúa við hinni miklu ógn sem vofir yfir plánetu okkar. Nokkrum mánuðum eftir að Balog hélt fyrst til Íslands var hann búinn að skipuleggja djarfasta leiðangur lífs síns: The Extreme Ice Survey. Í slagtogi við hóp ungra ævintýramanna byrjaði Balog að koma fyrir tímastilltum myndavélum á Norðurheimskautssvæðinu, til að safna margra ára sönnunargögnum um breytingar á jöklum jarðarinnar. Á meðan umræðan um loftlagsbreytingar skiptir Bandaríkjunum í fylkingar og náttúruhamfarir skekja heiminn er Balog að þrotum kominn og á meðan hann glímir við áður óreynda tækni í gríðarlega erfiðum aðstæðum, horfist hann í augu við eigin dauða. Það líða mörg ár áður en Balog sér ávöxt vinnu sinnar. Hin ógnvænlega fallegu myndbönd hans breyta árum í sekúndur og sýna ævaforn ísfjöll minnka og hverfa á undraskömmum tíma. Chasing Ice sýnir okkur ljósmyndara sem reynir að safna sönnunargögnum, og um leið von, fyrir kolefnisdrifna plánetu okkar.... minna