Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Searching for Sugar Man 2012

Frumsýnd: 9. nóvember 2012

He was a star in the making, who vanished without a trace. But on the other side of the world, he inspired a generation.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Vann bæði Óskarsverðlaunin og BAFTA verðlaunin sem besta heimildarmynd ársins. Fjöldi annarra verðlauna.

Sixto Rodriguez var efnilegur tónlistarmaður frá Detroit sem tókst að heilla tvo plötuútgefendur upp úr skónum árið 1968. Þeir töldu sig hafa fundið nýjan Bob Dylan og gáfu út plötu hans, Cold Fact. Platan seldist hins vegar hörmulega og Rodriguez hvarf af sjónarsviðinu. Á meðan sögur gengu um versnandi geðheilsu Rodriguez, og um dramatískt sjálfsmorð,... Lesa meira

Sixto Rodriguez var efnilegur tónlistarmaður frá Detroit sem tókst að heilla tvo plötuútgefendur upp úr skónum árið 1968. Þeir töldu sig hafa fundið nýjan Bob Dylan og gáfu út plötu hans, Cold Fact. Platan seldist hins vegar hörmulega og Rodriguez hvarf af sjónarsviðinu. Á meðan sögur gengu um versnandi geðheilsu Rodriguez, og um dramatískt sjálfsmorð, varð hann að óvæntri stórstjörnu hinum megin við Atlantshafið… í Suður-Afríku. Searching for Sugar Man hefur farið sigurför um heiminn og unnið til fjölda verðlauna, meðal annars áhorfendaverðlaunin á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð. Leikstjórinn, Malik Bendjelloul, ferðaðist til Suður-Afríku árið 2005 og heyrði sögur af Sixto Rodriguez. Þótti honum þetta vera ein besta saga sem hann hafði heyrt, og ákvað í kjölfarið að gera kvikmynd um leit sína að Rodriguez. Hinn virti kvikmyndagagnrýnandi Roger Ebert gaf Searching for Sugar Man fullt hús, og sagði myndina „vera til, því við þurfum á því að halda að hún sé til.“... minna

Aðalleikarar

Frábær mynd
Þessi mynd er einn sá óvæntasti gullmoli sem ég hef séð í langan tíma. Maður hlær og grætur til skiptis, enda er sagan svo ótrúleg og sérstök að maður hefur sjaldan heyrt annað eins.
Eins og segir í söguþræðinum þá er þetta maður sem allir sem kynntust honum segja að hafi verið einn sá besti sem þeir hafa unnið með, en svo bara hverfur hann! Enginn virðist hafa áhuga. En fyrir slysni verður hann stærri en Elvis í Suður - Afríku, og er þar stórstjarna í áratugi, án þess að vita af því.

Hvet alla til að sjá þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn