Náðu í appið
Searching for Sugar Man

Searching for Sugar Man (2012)

"He was a star in the making, who vanished without a trace. But on the other side of the world, he inspired a generation."

1 klst 26 mín2012

Sixto Rodriguez var efnilegur tónlistarmaður frá Detroit sem tókst að heilla tvo plötuútgefendur upp úr skónum árið 1968.

Rotten Tomatoes95%
Metacritic79
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Sixto Rodriguez var efnilegur tónlistarmaður frá Detroit sem tókst að heilla tvo plötuútgefendur upp úr skónum árið 1968. Þeir töldu sig hafa fundið nýjan Bob Dylan og gáfu út plötu hans, Cold Fact. Platan seldist hins vegar hörmulega og Rodriguez hvarf af sjónarsviðinu. Á meðan sögur gengu um versnandi geðheilsu Rodriguez, og um dramatískt sjálfsmorð, varð hann að óvæntri stórstjörnu hinum megin við Atlantshafið… í Suður-Afríku. Searching for Sugar Man hefur farið sigurför um heiminn og unnið til fjölda verðlauna, meðal annars áhorfendaverðlaunin á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð. Leikstjórinn, Malik Bendjelloul, ferðaðist til Suður-Afríku árið 2005 og heyrði sögur af Sixto Rodriguez. Þótti honum þetta vera ein besta saga sem hann hafði heyrt, og ákvað í kjölfarið að gera kvikmynd um leit sína að Rodriguez. Hinn virti kvikmyndagagnrýnandi Roger Ebert gaf Searching for Sugar Man fullt hús, og sagði myndina „vera til, því við þurfum á því að halda að hún sé til.“

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Craig Bartholomew Strydom
Craig Bartholomew StrydomHandritshöfundurf. -0001
Stephen 'Sugar' Segerman
Stephen 'Sugar' SegermanHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Passion PicturesGB
Red Box FilmsGB
Canfield PicturesSE

Verðlaun

🏆

Vann bæði Óskarsverðlaunin og BAFTA verðlaunin sem besta heimildarmynd ársins. Fjöldi annarra verðlauna.

Gagnrýni notenda (1)

Frábær mynd

Þessi mynd er einn sá óvæntasti gullmoli sem ég hef séð í langan tíma. Maður hlær og grætur til skiptis, enda er sagan svo ótrúleg og sérstök að maður hefur sjaldan heyrt annað eins...