Heimildarmyndin The Startup Kids fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún gefur innsýn í líf og hugsunarhátt ungu frumkvöðlanna, sem flest byrjuðu aðeins með hugmynd en reka stórfyrirtæki i dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox sem allt eru vinsæl netfyrirtæki.