Náðu í appið
Shout

Shout (1991)

"Two Hearts, One Beat. / A time for romance, A time for rebellion, A time for Rock N' Roll"

1 klst 29 mín1991

Jack Cabe er tónlistarmaður árið 1955.

Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Jack Cabe er tónlistarmaður árið 1955. Hann leggur á flótta í Texas eftir að hafa myrt mann meðan á upptökum á lagi í stúdíói stóð. Í tilraun til að sleppa undan lögreglunni kemur hann sér fyrir í the Benedict School for Boys, þar sem hann er ráðinn sem tónlistarkennari af skólastjóranum Eugene Benedict. Í skólanum þá kynnir hann hina nýju rokktónlist fyrir hinum uppreisnargjarna Jesse Tucker, og ekki nóg með það þá eru fljótlega allir unglingarnir byrjaðir að smella fingrum við þessa "tónlist djöfulsins", í staðinn fyrir að spila lúðrasveitarlög eftir John Philip Sousa. Jack lendir upp á kant við Eugene vegna þessa, en hann er lítið gefinn fyrir taktinn í blús og rokki. Og eins og það sé ekki nóg, þá hefur Jesse ákveðið að reyna að heilla Sara, hina laglegu dóttur Eugene. Á sama tíma glímir Jack við sín eigin vandamál. Lögreglan leitar hans, og hann býr sig undir að flýja yfir í annað ríki. En nú líður að skólatónleikunum og hann vill ekki bregðast nemendum sínum. Á hann að halda kyrru fyrir og vera á tónleikunum og eiga á hættu að vera handtekinn, eða reyna að sleppa undan réttvísinni og flýja.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Harvey Bernhard
Harvey BernhardLeikstjóri
Lauren Shuler Donner
Lauren Shuler DonnerHandritshöfundur

Framleiðendur

Robert Simonds ProductionsUS
Universal PicturesUS