Hin franska Marion býr í New York ásamt Mingusi sambýlismanni sínum og börnum þeirra af fyrri samböndum. Fjölskyldan hefur það huggulegt í stórborginni þar til faðir og systir Marion mæta á svæðið ásamt kærasta systurinnar. Skellur á með stormum og stórsjóum enda víla gestirnir ekkert fyrir sér þegar kemur að því að njóta lífsins lystisemda.