The Gambler, the Girl and the Gunslinger (2009)
Shea McCall er tungulipur og vel klæddur bragðarefur upp úr 1860.
Deila:
Söguþráður
Shea McCall er tungulipur og vel klæddur bragðarefur upp úr 1860. Hann eignast hálfan búgarð fyrir utan smábæ. En heppni hans er á sama tíma ólán byssumannsins B.J. Stoker, sem á hinn helming búgarðsins, en hann er hálfpartinn farinn á eftirlaun. Stoker hugsar ekki hlýtt til nýja mannsins, og enn síður þegar hann fer að heilla starfsmenn búgarðsins upp úr skónum. Stoker fer síðan að klæja enn meira í gikkfingurinn þegar McCall gerir sig líklegan til að heilla fallegu ekkjuna á næsta bæ, Liz Calhoun. En svo gerist það að mexíkóskir ribbaldar gera árás á þá í þeim tilgangi að leggja undir sig landið þeirra, og þá sameinast þeir í baráttunni við þessa nýju óvini.






