Náðu í appið
Attenborough’s Giant Egg

Attenborough’s Giant Egg (2012)

52 mín2012

Árið 1960 heimsótti David Attenborough Madagascar til þess að taka upp fyrstu dýralífsþáttaröð sína sem hét Zoo Quest.

IMDb5.7
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Árið 1960 heimsótti David Attenborough Madagascar til þess að taka upp fyrstu dýralífsþáttaröð sína sem hét Zoo Quest. Á meðan á dvöl hans stóð eignaðist hann risavaxið egg, en það tilheyrði útdauðri fuglategund sem ber nafnið „fílafuglinn“ og er talinn stærsti fugl sem lifað hefur á jörðu. Síðan þá hefur Attenborough haft sérstakt dálæti á egginu og varðveitt það alla tíð. Í þessari mynd heimsækir Attenborough Madagascar á nýjan leik eftir öll þessi ár til að fræðast meira um þennan ótrúlega fugl og skoða um leið þær breytingar sem orðið hafa á eyjunni frá 1960.

Aðalleikarar