Náðu í appið
Silent Hill: Revelation 3D

Silent Hill: Revelation 3D (2012)

"Velkomin til heljar"

1 klst 34 mín2012

Það eru liðin rúm sex ár síðan myndin Silent Hill kom út, en hún var eins og flestir vita byggð á samnefndum tölvuleik sem notið hefur mikilla vinsælda.

Rotten Tomatoes8%
Metacritic16
Deila:
Silent Hill: Revelation 3D - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Það eru liðin rúm sex ár síðan myndin Silent Hill kom út, en hún var eins og flestir vita byggð á samnefndum tölvuleik sem notið hefur mikilla vinsælda. Hér er haldið áfram með söguna þar sem frá var horfið og byggt á þriðja leiknum sem kom út árið 2003. Heather Mason hefur ásamt fósturföður sínum verið á flótta undan ógnvekjandi öflum sem Heather skilur reyndar ekki fullkomlega hver eru en birtast henni m.a. í martröðum. Dag einn kemur Heather heim og uppgötvar að faðir hennar er horfinn. Honum hefur verið rænt af einhverjum og skilaboðin sem Heather finnur í húsinu eru þau að hún verði að koma til Silent Hill vilji hún hitta hann aftur. Og þótt Heather sé óttaslegin er hún ekki það hrædd að hún skorist undan. Þess utan þyrstir hana í svör um sinn eigin uppruna ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

KonamiJP
Davis FilmsFR
Silent Hill 2 DCPCA