Jiro Dreams of Sushi
2011
Frumsýnd: 9. nóvember 2012
81 MÍNEnska
99% Critics 77
/100 Jiro Ono er líklega besti sushi-kokkur í öllum heiminum. Jiro er 85 ára gamall en vinnur sleitulaust dag hvern frá sólarupprás til sólarlags að því að fullkomna sushigerðarlist sína. Veitingahúsið hans er hálffalið í neðanjarðarlestarstöð í Tokyo og tekur aðeins 10 manns í sæti en skartar þrátt fyrir það heilum 3 Michelin-stjörnum og fólk ferðast... Lesa meira
Jiro Ono er líklega besti sushi-kokkur í öllum heiminum. Jiro er 85 ára gamall en vinnur sleitulaust dag hvern frá sólarupprás til sólarlags að því að fullkomna sushigerðarlist sína. Veitingahúsið hans er hálffalið í neðanjarðarlestarstöð í Tokyo og tekur aðeins 10 manns í sæti en skartar þrátt fyrir það heilum 3 Michelin-stjörnum og fólk ferðast yfir heiminn þveran til að borða hjá Jiro. Áhorfandinn fær innsýn í ævistarf Jiros og flókið samband hans við son sinn og arftaka Yoshikazu, sem aldrei nær að blómstra í skugga föður síns. Hér fæst áhugaverð innsýn í störf manns sem haldinn er ástríðu –eða öllu heldur þráhyggju og fullkomnunaráráttu, manns sem tilbúinn er að vinna 16 tíma á dag í 75 ár að hugðarefni sínu. Hún er óður til vandvirkni og natni á tímum þar sem allt gengur út á skjótfengið fé og frama. En myndin er líka full af fallegri og ljóðrænni myndatöku, krydduð með hóflegum húmor og vekur með áhorfandanum óslökkvandi hungur í gott sushi.... minna