Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

jOBS 2013

Frumsýnd: 6. september 2013

Some See What´s Possible, Others Change What´s Possible.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Saga Steve Jobs stofnanda Apple tölvu - og hugbúnaðarrisans. Við fylgjumst með Jobs jafnt í gegnum kappsemi hans og hugvitsemi þegar hann var ungur maður, til dekkri tímabila í lífi hans. Fylgst er með mestu sigrum, og ástríðu hans, kappi og áhuga á því að breyta hlutum. Myndin er bæði dimm og einlæg og dregur ekkert undan. Við skyggnumst inn í sálardýpi... Lesa meira

Saga Steve Jobs stofnanda Apple tölvu - og hugbúnaðarrisans. Við fylgjumst með Jobs jafnt í gegnum kappsemi hans og hugvitsemi þegar hann var ungur maður, til dekkri tímabila í lífi hans. Fylgst er með mestu sigrum, og ástríðu hans, kappi og áhuga á því að breyta hlutum. Myndin er bæði dimm og einlæg og dregur ekkert undan. Við skyggnumst inn í sálardýpi mannsins, og komumst að því hvað drífur hann áfram, hver náðargáfa hans var, gallar, mistök, og mesti árangur í lífinu. Steve Jobs var fæddur 24. febrúar árið 1955 og lést þann 5. október 2011 eftir erfiða veikindabaráttu. Í þessari mynd er saga hans sögð frá því hann var í skóla og stofnaði Applefyrirtækið ásamt Steve Wozniak. Myndin er gerð af leikstjóranum Joshua Michael Stern og fjallar um upphafsárin í ferli Steve Jobs, þegar hann flosnaði úr skóla og stofnaði Apple-fyrirtækið ásamt tölvuséníinu Steve Wozniak sem var kominn vel á veg með að hanna eina af fyrstu heimilistölvunum en hafði kannski ekki nægilega trú á verkefninu. Þessu breytti Steve Jobs því hann sá gríðarlega möguleika í framtíðinni og þeim tækifærum sem heimilistölvurnar sköpuðu og vann að því í bílskúrnum heima hjá sér að hanna og koma fyrstu Mackintosh- tölvunni á markað sem átti svo sannarlega eftir að taka tölvuheiminn með trompi. Það vita flestir framhaldið en Steve Jobs er í dag álitinn einn mesti hugsuður og hugmyndafræðingur tölvubyltingarinnar og þeir eru fáir sem ekki hafa notað eða nýtt sér einhverja af hugmyndum hans og vörunum sem hann bjó til.... minna

Aðalleikarar

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn