Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Knife Fight 2012

Þar sem enginn er annars bróðir í leik

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Paul Turner er pólitískur spunameistari sem spilar bæði á fjölmiðla og fólk og sér ekkert athugavert við að reka rýtinga í bak annarra fyrir eigin ávinning. Hér er á ferðinni gamansöm ádeila þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í bandarískri pólitík og allt látið flakka. Rob Lowe leikur Paul Turner sem er þekktur fyrir árangur í starfi, en það... Lesa meira

Paul Turner er pólitískur spunameistari sem spilar bæði á fjölmiðla og fólk og sér ekkert athugavert við að reka rýtinga í bak annarra fyrir eigin ávinning. Hér er á ferðinni gamansöm ádeila þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í bandarískri pólitík og allt látið flakka. Rob Lowe leikur Paul Turner sem er þekktur fyrir árangur í starfi, en það snýst um að afla viðskiptavinum atkvæða með alls kyns fjölmiðlafléttum, klækjum og jafnvel lygavefjum sem ganga ekki síst út á að eyðileggja orðspor andstæðinganna. Í þeim efnum er Paul sérlega sjóaður og eldfljótur að koma auga á bæði styrkleika og veikleika viðskiptavina sem og andstæðinga sem hann getur nýtt sér við endalausan spunann. Kosningar eru í nánd og því er eftirspurnin eftir mönnum eins og Paul Turner í hámarki. Eitt af því sem hann þarf að gæta sín á er að taka ekki að sér verkefni fyrir andstæða póla og kannski hefur hann færst fullmikið í fang í þetta skipti. En leiðin út úr þeim vandræðum Pólitísk ádeila er líka spuni ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn