Náðu í appið
Öllum leyfð

Last Shop Standing: The Rise, Fall and Rebirth of the Independent Record Shop 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. apríl 2013

The Rise, Fall And Rebirth Of The Independent Record Shop

50 MÍNEnska

Last Shop Standing er byggð á samnefndri bók eftir Graham Jones og fer í saumana á því hvers vegna plötubúðum í Bretlandi hefur fækkað um nærri tvö þúsund. Myndin segir frá örum vexti plötubúða á sjöunda, áttunda og níunda áratugi síðustu aldar, áhrifum vinsældalistanna, samningunum á bak við borðið, hnignun vínilsins og upprisu geisladisksins,... Lesa meira

Last Shop Standing er byggð á samnefndri bók eftir Graham Jones og fer í saumana á því hvers vegna plötubúðum í Bretlandi hefur fækkað um nærri tvö þúsund. Myndin segir frá örum vexti plötubúða á sjöunda, áttunda og níunda áratugi síðustu aldar, áhrifum vinsældalistanna, samningunum á bak við borðið, hnignun vínilsins og upprisu geisladisksins, auk nýrra tækni. Hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna voru þrjár plötubúðir að loka í hverri viku? Munu plötubúðir brátt heyra sögunni til með auknu niðurhali af netinu? Í Last Shop Standing heyrum við í eigendum rúmlega tuttugu plötubúða, leiðandi fólki í tónlistariðnaðnum auk tónlistarmanna á borð við Paul Weller, Johnny Marr, Norman Cook, Billy Bragg, Nerina Pallot, Richard Hawley og Clint Boon, sem segja okkur hvernig plötubúðir urðu og eru enn, stór þáttur í tónlistarlegu uppeldi þeirra, kærkomið athvarf sem gerði þeim kleift að uppgötva nýja tónlistarmenn og nýja tónlist.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn