Náðu í appið
Hross í oss

Hross í oss (2013)

Of Horses and Men

"Hross í mönnum og menn í hrossum."

1 klst 36 mín2013

Grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum.

Rotten Tomatoes100%
Metacritic74
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhól hestsins. Sólveig elskar Kolbein og Kolbeinn elskar Sólveigu en Kolbeinn elskar líka merina Gránu sem aftur á móti elskar folann Brún. Það er ekki víst að þessi saga endi vel. Vernharður elskar vodka og Jarpur elskar Vernharð. Útlendingurinn Gengis á hins vegar engan vodka en elskar hross eins og Jarp. Það er ekki heldur víst að þessi saga fari vel. Grímur kann að meta hesta og fornar hestaslóðir en Egill er áhugamaður um gaddavír og traktora. Þessi saga mun ekki enda vel. Jóhanna elskar Rauðku en Rauðka elskar frelsið. Við gamalt sumarhús liggur særður maður. Þessi saga gæti endað vel. Juan Camillo elskar náttúruna og leitar almættisins á hálendi Íslands. En hrossið er gamalt og þreytt og þarfnast hvíldar. Þessi saga getur farið hvernig sem er. En hvernig sem hver og ein af þessum sögum fer og fléttast saman þá sameinast menn og hross í eitt í réttunum á haustin!

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Filmhuset Gruppen
Leiknar Myndir

Verðlaun

🏆

Hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Haut sex Eddur, þar á meðal sem besta kvikmyndin. Hefur unnið til fjölda verðlauna á hátíðum um allan heim.