Náðu í appið
The Book Thief

The Book Thief (2013)

"Courage beyond words."

2 klst 11 mín2013

Sagan hefst í bæ einum í Þýskalandi við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari og segir frá því þegar hin unga Liesel (Sophie Nélisse) kemur í fóstur til...

Rotten Tomatoes50%
Metacritic53
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Sagan hefst í bæ einum í Þýskalandi við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari og segir frá því þegar hin unga Liesel (Sophie Nélisse) kemur í fóstur til Hubermann-hjónanna (Geoffrey Rush og Emily Watson) eftir að móðir hennar getur ekki lengur séð henni farborða. Liesel er þjökuð af söknuði eftir móður sinnni og sorg vegna dauða bróður síns og til að hjálpa henni að komast yfir það versta byrjar Hans Hubermann að segja henni sögur á kvöldin og kennir henni um leið að lesa. Þetta opnar alveg nýja veröld fyrir Liesel og leiðir til þess að hún fer að hnupla bókum til að lesa fyrir sjálfa sig og aðra sem eiga um sárt að binda. Þar á meðal er gyðingur að nafni Max sem Huberman-hjónin hafa í felum á heimilinu, og jafnaldri Liesel, Rudy, sem verður hennar besti vinur og félagi. Þannig auðgar Liesel líf allra sem í kringum hana eru þrátt fyrir þær hörmungar og ótta sem stríðinu fylgir og Dauðann sem er alltaf nærri og lætur reglulega í sér heyra ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Michael Petroni
Michael PetroniHandritshöfundur

Framleiðendur

Studio BabelsbergDE
Fox 2000 PicturesUS
Sunswept EntertainmentUS