Náðu í appið
Öllum leyfð

Return to Nim's Island 2013

(Nim's Island 2)

Justwatch

Adventure Runs Wild, Again.

90 MÍNEnska

Sjálfstætt framhald fjölskyldumyndarinnar Nim’s Island sem kom út árið 2008 og fjallaði um konu eina sem eftir slys skolaði upp á strendur afskekktrar eyju þar sem feðginin Nim og Jack Rusou höfðu hreiðrað um sig og höfðu það gott og gaman með villtum og tömdum dýrum, langt frá alfaraleið. Í þessu sjálfstæða framhaldi snúum við til baka til eyjunnar... Lesa meira

Sjálfstætt framhald fjölskyldumyndarinnar Nim’s Island sem kom út árið 2008 og fjallaði um konu eina sem eftir slys skolaði upp á strendur afskekktrar eyju þar sem feðginin Nim og Jack Rusou höfðu hreiðrað um sig og höfðu það gott og gaman með villtum og tömdum dýrum, langt frá alfaraleið. Í þessu sjálfstæða framhaldi snúum við til baka til eyjunnar og komumst að því að nokkrir gráðugir viðskiptamenn hafa uppgötvað eyjuna og eru með í bígerð áætlun um að kaupa hana og byggja á henni sumarleyfisparadís fyrir ferðamenn. Við það getur Nim ekki sætt sig og ákveður að grípa til sinna ráða, en þau felast í að gera viðskiptamönnunum lífið leitt og eyjuna um leið að frekar óspennandi stað fyrir ferðamenn. Sér til fulltingis nýtur hún aðstoðar dýranna sem búa á eyjunni og eru langt frá því að vera eins skyni skroppin og flestir myndu ætla við fyrstu sýn ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn