Return to Nim's Island (2013)
Nim's Island 2
"Adventure Runs Wild, Again."
Sjálfstætt framhald fjölskyldumyndarinnar Nim’s Island sem kom út árið 2008 og fjallaði um konu eina sem eftir slys skolaði upp á strendur afskekktrar eyju þar...
Öllum leyfðSöguþráður
Sjálfstætt framhald fjölskyldumyndarinnar Nim’s Island sem kom út árið 2008 og fjallaði um konu eina sem eftir slys skolaði upp á strendur afskekktrar eyju þar sem feðginin Nim og Jack Rusou höfðu hreiðrað um sig og höfðu það gott og gaman með villtum og tömdum dýrum, langt frá alfaraleið. Í þessu sjálfstæða framhaldi snúum við til baka til eyjunnar og komumst að því að nokkrir gráðugir viðskiptamenn hafa uppgötvað eyjuna og eru með í bígerð áætlun um að kaupa hana og byggja á henni sumarleyfisparadís fyrir ferðamenn. Við það getur Nim ekki sætt sig og ákveður að grípa til sinna ráða, en þau felast í að gera viðskiptamönnunum lífið leitt og eyjuna um leið að frekar óspennandi stað fyrir ferðamenn. Sér til fulltingis nýtur hún aðstoðar dýranna sem búa á eyjunni og eru langt frá því að vera eins skyni skroppin og flestir myndu ætla við fyrstu sýn ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur













