Náðu í appið
The Factory

The Factory (2012)

"48 Hours to Find his Daughter."

1 klst 48 mín2012

Lögreglumaður sem hefur um langt skeið reynt að hafa hendur í hári fjöldamorðingja leggur allar reglur til hliðar þegar hans eigin dóttir hverfur sporlaust.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Lögreglumaður sem hefur um langt skeið reynt að hafa hendur í hári fjöldamorðingja leggur allar reglur til hliðar þegar hans eigin dóttir hverfur sporlaust. John Cusack leikur hér rannsóknarlögreglumanninn Mike í borginni Buffalo í New York. Mike hefur um langt skeið, ásamt öðrum lögreglumönnum borgarinnar, árangurslaust reynt að hafa hendur í hári mannræningja sem numið hefur fjölda stúlkna á brott og síðan myrt þær. Gagnvart þessu stendur Mike nú ráðþrota og getur lítið annað gert en beðið eftir að morðinginn láti til skarar skríða á ný. Kvöld eitt hverfur hans eigin dóttir þar sem hún er stödd fyrir utan kaffivagn í borginni og Mike veit samstundis að þar hefur fjöldamorðinginn verið á ferð. Hann ákveður að láta allar lögreglureglur lönd og leið, enda veit hann að ef hann finnur dóttur sína ekki á næstu tveimur sólarhringum þá á hann aldrei eftir að finna hana á lífi. Með því að beita vægast sagt óhefðbundnum aðferðum tekst Mike að komast á sporið, en það sem hann uppgötvar er langt frá því sem hann hefði getað ímyndað sér fyrirfram ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Morgan O'Neill
Morgan O'NeillLeikstjórif. -0001

Framleiðendur

Dark Castle EntertainmentUS
Silver PicturesUS
StudioCanalFR