Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Factory 2012

48 Hours to Find his Daughter.

108 MÍNEnska

Lögreglumaður sem hefur um langt skeið reynt að hafa hendur í hári fjöldamorðingja leggur allar reglur til hliðar þegar hans eigin dóttir hverfur sporlaust. John Cusack leikur hér rannsóknarlögreglumanninn Mike í borginni Buffalo í New York. Mike hefur um langt skeið, ásamt öðrum lögreglumönnum borgarinnar, árangurslaust reynt að hafa hendur í hári mannræningja... Lesa meira

Lögreglumaður sem hefur um langt skeið reynt að hafa hendur í hári fjöldamorðingja leggur allar reglur til hliðar þegar hans eigin dóttir hverfur sporlaust. John Cusack leikur hér rannsóknarlögreglumanninn Mike í borginni Buffalo í New York. Mike hefur um langt skeið, ásamt öðrum lögreglumönnum borgarinnar, árangurslaust reynt að hafa hendur í hári mannræningja sem numið hefur fjölda stúlkna á brott og síðan myrt þær. Gagnvart þessu stendur Mike nú ráðþrota og getur lítið annað gert en beðið eftir að morðinginn láti til skarar skríða á ný. Kvöld eitt hverfur hans eigin dóttir þar sem hún er stödd fyrir utan kaffivagn í borginni og Mike veit samstundis að þar hefur fjöldamorðinginn verið á ferð. Hann ákveður að láta allar lögreglureglur lönd og leið, enda veit hann að ef hann finnur dóttur sína ekki á næstu tveimur sólarhringum þá á hann aldrei eftir að finna hana á lífi. Með því að beita vægast sagt óhefðbundnum aðferðum tekst Mike að komast á sporið, en það sem hann uppgötvar er langt frá því sem hann hefði getað ímyndað sér fyrirfram ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn