Náðu í appið
Hours

Hours (2013)

"Every second counts"

1 klst 37 mín2013

Þegar fellibylurinn Katrina skellur á New Orleans lendir nýbakaður faðir í kapphlaupi við tímann við að halda lífi í nýfæddri dóttur sinni.

Rotten Tomatoes64%
Metacritic55
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Þegar fellibylurinn Katrina skellur á New Orleans lendir nýbakaður faðir í kapphlaupi við tímann við að halda lífi í nýfæddri dóttur sinni. Nolan Hayes á von á barni með eiginkonu sinni og eru um fimm vikur eftir af meðgöngunni. Skömmu áður en fellibylurinn Katrina nær landi veikist eiginkonan skyndilega og þrátt fyrir að læknar reyni allt sem hægt er að gera til að bjarga henni fer svo að hún deyr um leið og hún fæðir stúlkubarn. Yfirbugaður af sorg reynir Nolan að ná áttum en aðstæður hans eiga eftir að versna til muna þegar Katrina nær landi, m.a. með þeim afleiðingum að hann verður sjálfur að sjá um að halda lífi í dóttur sinni sem er í öndunarvél og mun deyja ef vélin verður rafmagnslaus ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Eric Heisserer
Eric HeissererLeikstjóri

Framleiðendur

Hours Capital
The Safran CompanyUS
PalmStar MediaUS
Voltage PicturesUS