Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Railway Man 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 2014

HORFT Í AUGU FORTÍÐARINNAR

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Sönn saga breska hermannsins Erics Lomax sem var neyddur ásamt þúsundum annarra til að leggja járnbrautina á milli Bang- kok í Tælandi og Rangoon í Burma árið 1943. Bókin The Railway Man eftir Eric Lomax kom út árið 1995 og þykir mögnuð frásögn, ekki bara vegna þess hve vel hún lýsir ánauð þeirra 60 þúsund erlendu hermanna og stríðsfanga... Lesa meira

Sönn saga breska hermannsins Erics Lomax sem var neyddur ásamt þúsundum annarra til að leggja járnbrautina á milli Bang- kok í Tælandi og Rangoon í Burma árið 1943. Bókin The Railway Man eftir Eric Lomax kom út árið 1995 og þykir mögnuð frásögn, ekki bara vegna þess hve vel hún lýsir ánauð þeirra 60 þúsund erlendu hermanna og stríðsfanga sem Japanir neyddu til að leggja járnbrautina frá Bangkok í Tælandi til Rangoon í Burma árið 1943 heldur einnig vegna þess að löngu síðar, eða árið 1995, hitti Eric einn af kvölurum sínum, Japanann Takashi Nagase, augliti til auglitis við brúna yfir fljótið Kwai þar sem segja má að þeir hafi gert upp málin. Sjálfur hafði Takashi þá skrifað metsölubók um reynslu sína og notað peningana til að fjármagna Búddaklaustur sem reist var við brúna, að hans sögn í tilraun til að bæta að hluta fyrir gjörðir sínar, en af þeim 60 þúsund erlendu hermönnum sem unnu verkið, m.a. undir hans harðstjórn, dóu 12.399.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn