Náðu í appið
Generation Um...

Generation Um... (2012)

"To survive you must discover who you are. Or not..."

1 klst 37 mín2012

Generation Um ...

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Generation Um ... er öðruvísi mynd um lífið og tilveruna ... þessa grásvörtu þar sem tilgangurinn er óljós. Keanu Reeves leikur hér New Yorkbúann John sem starfar við að aka fylgdarkonum fram og til baka á þá staði sem þeim er gert að mæta á. Óhætt er að segja að John sé hálfgert rekald í lífinu sem flýtur bara með þangað sem áin rennur og er fyrir löngu búinn að tapa öllu því sem kallast metnaður, ef hann hafði hann þá einhvern tímann. Morgun einn, þegar John á leið um garð einn, sér hann hvar maður nokkur leggur frá sér forláta kvikmyndatökuvél. John ákveður að grípa vélina, hlaupa í burtu og kemst upp með stuldinn. Við fáum síðan að fylgjast með því hvernig þessi dagur í lífi hans líður, að hluta til frá hans sjónarhorni í gegnum hina stolnu tökuvél. Við kynnumst líka tveimur fylgdarkonum, þeim Miu og Violet, sem líkt og John eru ekki bara óvissar um tilganginn heldur stendur nokkurn veginn á sama ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Mark Mann
Mark MannLeikstjórif. -0001

Framleiðendur

Company FilmsUS
Voltage PicturesUS