Camilla Lackberg: Tyskungen (2013)
Ástandsbarnið
"Fortíðin geymir mörg leyndarmál"
Þegar rithöfundurinn Erica Falck fer í gegnum eigur látinnar móður sinnar finnur hún vísbendingar um að ekki sé allt með felldu í fortíð hennar sjálfrar.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Þegar rithöfundurinn Erica Falck fer í gegnum eigur látinnar móður sinnar finnur hún vísbendingar um að ekki sé allt með felldu í fortíð hennar sjálfrar. Ástandsbarnið, eða Tyskungen eins og sagan heitir á frummálinu, er gerð eftir einni af bókum sænska metsöluhöfundarins Camillu Läckberg. Þegar Erica Falck er að fara í gegnum eigur móður sinnar finnur hún m.a. þýska nasistaorðu sem veldur henni heilabrotum. Hvaðan kom þessi orða og hvers vegna var hún í eigu móður hennar? Til að fá svör við þessu leitar hún til sögukennara á eftirlaunum sem tekur henni og erindi hennar þó undarlega fálega. Tveimur dögum síðar er sögukennarinn myrtur ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur











