In a World... (2013)
"Speak up and let your voice be heard."
Raddþjálfarinn Carol lendir í samkeppni við hrokafullan föður sinn þegar hún ákveður að fara sjálf út í að talsetja stiklur fyrir kvikmyndaiðnaðinn.
Bönnuð innan 12 ára
BlótsyrðiSöguþráður
Raddþjálfarinn Carol lendir í samkeppni við hrokafullan föður sinn þegar hún ákveður að fara sjálf út í að talsetja stiklur fyrir kvikmyndaiðnaðinn. In a World ... er bráðskemmtileg kvikmynd og um leið fyrsta bíómynd hinnar hæfileikaríku Lake Bell sem leikstjóra, en hún skrifar jafnframt handritið og leikur aðalhlutverkið. Myndin gerist í veröld talsetjara í Hollywood. Carol er raddþjálfari sem ákveður dag einn að fara sjálf út í talsetningar á stiklum, föður sínum og öðrum karlkyns talsetjurum til mikilla leiðinda enda telja þeir að konur eigi ekki að sinna þessu starfi. En Carol er á öðru máli ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur














