Náðu í appið

As Cool as I Am 2013

Hvert skal halda?

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

As Cool as I Am er byggð á skáldsögu rithöfundarins Peters Fromm og gerist í litlum bæ í Montana í Bandaríkjunum. Við kynnumst hér Diamond-fjölskyldunni, hjónunum Chuck og Lainee og dóttur þeirra Lucy sem er nýorðin sextán ára og veltir því fyrir sér hver það verði sem gefur henni fyrsta raunverulega kossinn. Um leið er Lucy að átta... Lesa meira

As Cool as I Am er byggð á skáldsögu rithöfundarins Peters Fromm og gerist í litlum bæ í Montana í Bandaríkjunum. Við kynnumst hér Diamond-fjölskyldunni, hjónunum Chuck og Lainee og dóttur þeirra Lucy sem er nýorðin sextán ára og veltir því fyrir sér hver það verði sem gefur henni fyrsta raunverulega kossinn. Um leið er Lucy að átta sig á því að foreldrar hennar eiga við sín eigin tilvistarvandamál að stríða vegna þess að þau voru sjálf svo ung þegar Lucy kom undir að þeim gafst aldrei tími til að hlaupa af sér hornin. Chuck leit á það sem skyldu sína að kvænast Lainee á sínum tíma og lítur enn á það sem skyldu að halda hjónabandinu saman. Lainee aftur á móti er leitandi og finnst margt vanta inn í líf sitt. En nú þegar Lucy er orðin þetta gömul hefur hún loksins meiri tíma fyrir sjálfa sig og kvöld eitt lætur hún undan þeirri freistingu að sofa hjá öðrum manni. En framhjáhald Lainee á auðvitað eftir að skapa fleiri vandamál en það leysir og ef hún, Chuck og Lucy hafa einhvern tíma þurft á bæði skilningi og stuðningi hinna í fjölskyldunni að halda þá er það núna ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn