Náðu í appið
Rapture-Palooza

Rapture-Palooza (2013)

"Það hlaut að koma að því!"

1 klst 25 mín2013

Endalokin eru byrjuð og Satan hefur tekið völdin.

Rotten Tomatoes25%
Metacritic44
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniHræðslaHræðsla

Söguþráður

Endalokin eru byrjuð og Satan hefur tekið völdin. Nú er það á valdi trúleysingjanna Lindsayar og Bens að redda málunum og losna við Kölska sem hefur hreiðrað um sig í Seattle. Rapture-Palooza er farsi og fantasía þar sem gert er stólpagrín að Bíblíusögum sem spá fyrir um endurkomu hins illa Anti-Krists (Satans) og tortímingu sjálfrar siðmenningarinnar í kjölfarið. Þau Lindsay og Ben eru trúleysingjar sem öfugt við hina trúuðu eiga ekki möguleika á að flýja til himna í hinn alltumlykjandi faðm Guðs þegar Satan lætur loksins til skarar skríða samkvæmt spádóminum. Þegar í ljós kemur að Kölski vill að Lindsay verði konan sín og barnsmóðir átta þau Ben sig á því að það er í þeirra valdi að losna við hann og bjarga heiminum frá glötun. Til að svo megi verða þurfa þau að búa til eitthverja áætlun sem endar með fullnaðarsigri þeirra. En hvernig fer maður að því að sigra sjálfan Djöfulinn?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Paul Middleditch
Paul MiddleditchLeikstjórif. -0001

Framleiðendur

Mosaic Media GroupUS
Mimran Schur PicturesUS