Annika Bengtzon: Den röda vargen (2012)
Úlfurinn rauði
Úlfurinn rauði er gerð eftir sögunni Den röda vargen sem kom út árið 2003.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Úlfurinn rauði er gerð eftir sögunni Den röda vargen sem kom út árið 2003. Við rannsókn á morðmáli kemst Annika Bengtzon að því að annar blaðamaður, sem einnig hafði verið að rannsaka sama morðmál, er látinn eftir að óþekktur aðili ók á hann og stakk síðan af. Annika leggur saman tvo og tvo og áttar sig á því að líf hennar sjálfrar er í hættu haldi hún rannsókninni áfram, en það ákveður hún auðvitað að gera, þvert á vilja eiginmannsins. Bækurnar um Anniku Bengtzon eru eftir rithöfundinn Lizu Marklund sem sjálf starfaði sem blaðamaður á árum áður og skrifar enn greinar í sænska blaðið Expressen. Bækurnar hafa notið óhemjuvinsælda í Svíþjóð og annars staðar og er Liza t.d. eini sænski rithöfundurinn fyrir utan Stieg Larsson sem hefur náð efsta sæti á New York Timesmetsölulistanum.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Framleiðendur













