Náðu í appið
Annika Bengtzon: Den röda vargen

Annika Bengtzon: Den röda vargen (2012)

Úlfurinn rauði

1 klst 35 mín2012

Úlfurinn rauði er gerð eftir sögunni Den röda vargen sem kom út árið 2003.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Úlfurinn rauði er gerð eftir sögunni Den röda vargen sem kom út árið 2003. Við rannsókn á morðmáli kemst Annika Bengtzon að því að annar blaðamaður, sem einnig hafði verið að rannsaka sama morðmál, er látinn eftir að óþekktur aðili ók á hann og stakk síðan af. Annika leggur saman tvo og tvo og áttar sig á því að líf hennar sjálfrar er í hættu haldi hún rannsókninni áfram, en það ákveður hún auðvitað að gera, þvert á vilja eiginmannsins. Bækurnar um Anniku Bengtzon eru eftir rithöfundinn Lizu Marklund sem sjálf starfaði sem blaðamaður á árum áður og skrifar enn greinar í sænska blaðið Expressen. Bækurnar hafa notið óhemjuvinsælda í Svíþjóð og annars staðar og er Liza t.d. eini sænski rithöfundurinn fyrir utan Stieg Larsson sem hefur náð efsta sæti á New York Timesmetsölulistanum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Yellow BirdSE
ARD DegetoDE
TV4SE