Fjällbackamorden: Strandridaren (2013)
Strandvörðurinn
"Hvað er undir yfirborðinu?"
Tveir kafarar finnast látnir og strandvörðinn Jessicu grunar að þeir hafi verið myrtir, þvert á skoðun yfirmanna sinna sem telja að um slys sé að ræða.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Tveir kafarar finnast látnir og strandvörðinn Jessicu grunar að þeir hafi verið myrtir, þvert á skoðun yfirmanna sinna sem telja að um slys sé að ræða. Strandvörðurinn er fjórða myndin af fimm í sjónvarpsþáttaröð sem gerð er í kringum persónurnar sem sænska glæpasögudrottningin Camilla Läckberg skapaði í hinum vinsælu bókum sínum. Þegar strandvörðurinn Jessica sættir sig ekki við þá skýringu yfirmanna sinna að dauði kafaranna hafi verið slys setur hún sig í samband við æskuvin sinn, lögreglumanninn Patrik. Hann og Erica Falck, sem voru einmitt á leiðinni í frí, ákveða að leggja lykkju á leið sína, skoða málið nánar og eru fljót að sjá að grunsemdir Jessicu eru á rökum reistar. Skömmu síðar er þriðja morðið framið ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Framleiðendur









