Náðu í appið
Tere Bin Laden

Tere Bin Laden (2010)

"A million-dollar fake"

1 klst 35 mín2010

Ali Hassan er fréttamaður á lítilli staðbundinni sjónvarpsstöð í Karachi.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Ali Hassan er fréttamaður á lítilli staðbundinni sjónvarpsstöð í Karachi. Í gúrkutíðinni er hann sendur út af örkinni til þess að fylgjast með keppni þar sem hanar eru að keppa í gali, sem er ekki mjög spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan fréttamann. Einn af kjúklingabóndunum sem tekur þátt í keppninni er sláandi líkur Bin Laden. Fréttamaðurinn fær því þá briljant hugmynd að hægt væri að búa til fréttamyndband með fölsuðum skilaboðum frá Bin Laden og græða á því mikinn pening með því að selja það til heimspressunar. Hann platar kjúklingabóndann, tvífara Bin Laden til þess að koma í sjónvarpsviðtal, segir að það sé fyrir arabíska sjónvarpsstöð og kjúklingabóndinn þurfi því að tala á arabísku. Hænsnabóndinn segist ekkert kunna í arabísku, fréttamaðurinn segir honum að það skipti engu máli því að hann muni láta hann hafa texta sem hann geti lesið upp. Fréttamaðurinn fær síðan vin sinn til þes að skrifa kjarnyrta yfirlýsingu í anda Bin Laden á arabísku. Og fær förðunarfræðingin á sjónvarpsstöðinni til þess að farða kjúklingabóndann til þess að gera hann ennþá líkari Bin Laden. Kjúklingabóndinn les upp yfirlýsinguna og fréttamaðurinn selur heimspressunni yfirlýsinguna fyrir mikla peninga og er mjög glaður með það. Hins vegar renna tværi grímur á hann þegar hann sér að ráðamenn í Bandaríkjunum taka eðlilega yfirlýsinguna mjög alvarlega og hefst þá mikill farsi sem ekki er rétt að reka nánar

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Abhishek Sharma
Abhishek SharmaLeikstjórif. -0001