Barbie og systur hennar í Hestasögu (2013)
Barbie - Hestasaga
"Glænýtt ævintýri með Barbie og systrum hennar"
Tölvuteiknimyndirnar um Barbie hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum enda sérlega vel gerðar og skemmtilegar auk þess að innihalda góðan boðskap.
Öllum leyfðSöguþráður
Tölvuteiknimyndirnar um Barbie hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum enda sérlega vel gerðar og skemmtilegar auk þess að innihalda góðan boðskap. Í þessari mynd fara Barbie og systur hennar alla leið til Sviss þar sem þær ætla m.a. að fara í hestaskóla sem er umvafinn tignarlegum tindum Alpafjalla. Þar vonast Barbie til að finna hest til að taka með sér aftur heim. Stacie er hins vegar mjög spennt að sanna fyrir öllum hversu góður knapi hún sé og Chelsea hlakkar til að fara á bak stóru hestanna sem eru þarna. Dvölin í Sviss byrjar kannski ekki eins og best hefði verið á kosið en þegar Barbie uppgötvar dularfullan hest í skóginum sem enginn virðist eiga breytist ferðalagið í sannkallað ævintýri ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Plaköt
Framleiðendur









