Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Je l'aimais 2009

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Ástir og eftirsjá

113 MÍNFranska

Je l'aimais er gerð eftir samnefndri metsöluskáldsögu rithöfundarins Önnu Gavalda sem kom út árið 2002 og er að hluta til byggð á hennar eigin reynslu. Þetta er ljúfsár, rómantísk saga um mann, Pierre, sem fer með tengdadóttur sína og tvö barnabörn á sveitasetur fjölskyldunnar eftir að eiginmaður hennar, og sonur hans, ákveður skyndilega... Lesa meira

Je l'aimais er gerð eftir samnefndri metsöluskáldsögu rithöfundarins Önnu Gavalda sem kom út árið 2002 og er að hluta til byggð á hennar eigin reynslu. Þetta er ljúfsár, rómantísk saga um mann, Pierre, sem fer með tengdadóttur sína og tvö barnabörn á sveitasetur fjölskyldunnar eftir að eiginmaður hennar, og sonur hans, ákveður skyndilega að yfirgefa hana og börnin svo til orðalaust og án útskýringa. Tengdadóttirin er í skiljanlegu áfalli vegna þessa og Pierre telur að hún þurfi að jafna sig í ró og næði áður en frekari ákvarðanir um framhaldið verða teknar. Á meðan á dvölinni á sveitasetrinu stendur byrjar Pierre að rifja upp og segja tengdadótturinni sögu af sjálfum sér og örlagaríku ástarsambandi sem hann átti sjálfur eitt sinn í utan hjónabands ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn