Náðu í appið
Earth to Echo

Earth to Echo (2014)

"No one will ever believe our story."

1 klst 31 mín2014

Earth To Echo segir frá þremur ungum strákum sem horfa fram á miklar og róttækar breytingar á högum sínum og samverustundum því til stendur að...

Rotten Tomatoes49%
Metacritic53
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Earth To Echo segir frá þremur ungum strákum sem horfa fram á miklar og róttækar breytingar á högum sínum og samverustundum því til stendur að leggja hraðbraut í gegnum hverfið þar sem þeir búa og hafa þær framkvæmdir neytt fjölskyldur þeirra til að finna sér annað heimili og flytja á brott, hverja í sína áttina. Tveimur dögum áður en til aðskilnaðarins kemur byrja vinirnir hins vegar að móttaka einkennileg merki, eða einhvers konar dulkóðuð skilaboð í símana sína. Þeir sannfærast um að þessi skilaboð komi frá einhverju, eða einhverjum í næsta nágrenni og ákveða ásamt vinkonu sinni Emmu að leggja í næturleiðangur síðasta kvöldið sem þau eiga saman í þeirri von um að finna sendandann. Það sem þau finna kemur þeim hins vegar algjörlega í opna skjöldu því þar er á ferðinni lítil geimvera sem þarfnast aðstoðar ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Panay FilmsUS